Í raun er sláandi hve mörg börn eru að bíða eftir þjónustu, og hve lengi þau sum hafa beðið.
Þannig er lengstur biðtími eftir þjónustu hjá Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins. Þar er meðal biðtími yngstu barnanna 19 mánuðir og 226 börn á biðlista. Af þeim hafa 220 beðið lengur en 3 mánuði. Hjá eldri börnum er meðal biðtíminn 12 – 14 mánuðir, og 100 börn á biðlista, öll hafa þau þurft að bíða lengur en 3 mánuði.
Svipaða sögu er að segja af Þroska og hegðunarstöðinni, en meðal biðtími barna á aldrinum 6 til 18 ára eftir þjónustu þar eru 12 til 14 mánuðir. 738 börn eru að bíða þar eftir þjónustu, og af þeim hafa 544 beðið lengur en 3 mánuði. Aðeins er meðal biðtíminn styttri á Barna og unglinga geðdeild, BUGL, þar sem meðal biðtími eru rúmir 7 mánuðir á göngudeild A og B, en biðtími hjá transteyminu er rúmir 11 mánuðir. 77 börn eru á biðlista göngudeilda BUGL og af þeim hafa 59 beðið lengur en 3 mánuði.
Frétt umboðsmanns barna má lesa í heild sinni hér.