Skip to main content
AlmannatryggingarFrétt

Allar upplýsingar um nýtt örorkulífeyriskerfi á einum stað

By 4. júlí 2024júlí 10th, 2024No Comments

ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið saman svör við öllum helstu spurningum um nýsamþykkt lög um breytingar á örorkulífeyriskerfinu og birt hér á obi.is. Alþingi samþykkti nýju lögin í júní en þau fela í sér umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga.

Með því að smella á hlekkinn hér að neðan má sjá greinargóð svör við þeim spurningum sem kunna að vakna um hið nýja kerfi, sem tekur þó ekki gildi fyrr en 1. september 2025.

Spurt og svarað

Meðal annars má finna upplýsingar um hækkanir á lífeyri, aldursviðbót, búsetu erlendis, nýtt samþætt sérfræðimat, hlutaörorkulífeyri og virknistyrk, svo fátt eitt sé nefnt.