Skip to main content
Frétt

Áhyggjuefni að ekki sé ákært

ÖBÍ réttindasamtök lýsa þungum áhyggjum af ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki í máli fimm manna sem nauðguðu fatlaðri konu að áeggjan yfirmanns hennar.

Yfirmaðurinn var dæmdur til átta ára fangelsisvistar en hinir mennirnir, sem játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt, voru ekki ákærðir. ÖBÍ réttindasamtök vonast til þess að þessi ákvörðun verði tekin til endurskoðunar.

Fatlaðar konur eru afar berskjaldaðar gagnvart hvers kyns ofbeldi og sýnir þessi ákvörðun það með skýrum hætti.

ÖBÍ réttindasamtök krefjast þess að þekking innan lögreglu og dómskerfis á stöðu fatlaðra kvenna og annarra jaðarsettra hópa sé aukin með markvissum hætti og að löggjöf gegn mismunun sé aðlöguð til að tryggja betur rétt fatlaðra kvenna og annarra jaðarsettra hópa.