Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir til Aðgengisátaks ÖBÍ sem hefst í tengslum við alþjóðlegan dag aðgengis.
Aðgengi í fókus
Við eigum öll að hafa sama aðgang að samfélaginu en þrátt fyrir það eigi að byggja húsnæði og mannvirki án hindrana rekst fatlað fólk óvíða á tálma. Aðhald er lítið og það þyrfti að setja upp opinbert aðgengiseftirlit með mannvirkjum.
Aðgengisátaki ÖBÍ er ætlað að vekja athygli á þeim hindrunum sem eru í vegi fatlaðs fólks, en ekki endilega annarra.
Til stendur að gera úttektir á aðgengi, benda á bresti og ekki síður það sem vel er gert. Þá verði markvisst farið í að vekja athygli á mikilvægum þáttum.
Aðgengisátakið verður áberandi á samfélagsmiðlum á næstu mánuðum.
Brýnt verkefni
Tveir starfsmenn verið ráðnir til aðgengisátaksins til hálfs árs, þær Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir.
„Þetta er mjög brýnt, segir Margrét Lilja í samtali við vef ÖBÍ. „Það er ótrúlega mikilvægt að allir komist að, hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu, eða bara alls staðar þar sem fólk þarf að komast um.“
„Við munum einbeita okkur að opinberum stofnunum og öðrum stöðum þar sem fólk þarf að komast og allir eiga að geta komist um,“ bætir Guðrún Ósk við.
Báðar eru þær mjög vel að sér þegar kemur að því að taka út aðgengi.
Margrét Lilja nemur lífeindafræði við Háskóla Íslands, samhliða störfum sínum við Aðgengisátakið. Hún er með EDS, sem er sjaldgæfur bandvefssjúkdómur. Hann hefur í för með sér að hún þarf oftast að nota hjólastól til að komast sína leið.
Guðrún Ósk er með meistaragráðu í matvælafræði. Dóttir hennar, 5 ára, er með erfðasjúkdóm sem kallar á að hún noti hjólastól.
Málefnahópur ÖBÍ um aðgengi hefur unnið að útfærslu aðgengisátaksins og hefur umsjón með verkefninu.