Ingveldur sagði áhyggjur meðal síns hóps vegna fyrirhugaðra breytinga. Í breytingunum er meðal annars gert ráð fyrir að athafnasvæði á salernum svokallaður snúningsradíus fari úr 1,5 metra niður í 1,3 metra. Það er ekki nægilegt fyrir þá sem eru í rafknúnum hjólastólum. Einnig hafa menn áhyggjur af að gert er ráð fyrir að ekki verði svalir, þá vantar flóttaleið. Þó gert sé ráð fyrir 2 flóttaleiðum í breytingunum í stað svala er reynslaln sú að neyðarleiðin sé ekki trygg þegar þarf að nýta hana. Tölfræði sýnir að tíðni dauðsfalla í brunum á Íslandi er mjög lág og tengist flóttaleið fólks út á svalir. Aðgengismálahópur ÖBÍ vinnur nú að umsögn sem verður send umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fyrir 10. febrúar.
Nýja hugsun við hönnun rýmis
Rök stjórnvalda fyrir að breyta byggingareglugerð eru þau að lækka húsnæðiskostnað sem Ingveldur segir jákvætt. Hins vegar sé þessi breyting ástæðulaus því Mannvirkjastofnun hefur látið hanna litla 25 fermetra íbúð, án þessa að kröfur um aðgengi séu skertar og án kostnaðarauka. IKEA hefur einnig sýnt fram á að hægt er að hanna litlar íbúðir án þess að breyta reglugerðinni. Það þarf eingöngu að hafa algilda hönnun í huga þegar unnið er að hönnun á nýjum byggingum. Rök stjórnvalda og þeirra sem þannig tala standist því ekki.
Einföldun stjórnsýslu?
Samfélagið ræddi einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing og sérfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytið um hvað í þeim breytingum felist. Þar kom helst nýtt fram að fyrirhugaðar eru breytingar á Mannvirkjalögum, en það virðist fyrst og fremst vera til að minnka kröfur um byggingarstjóra og einfalda stjórnsýslu. Hann vildi ekki tjá sig að ráði um algilda hönnun og kostnað við byggingar. Hann benti þó á að með vaxandi fjölda eldri borgar væri þörfin fyrir aðgengilegt húsnæði vaxandi.
Fúskvæðing byggingabransans
Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, hefur brugðist hart við þessum tillögum og kallar þær fúsk. Sjá viðtalið við hann í fréttum RÚV 26. janúar.