Aðstandendum Menningarnætur langar að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:
Aðgengi inn á hátíðarsvæði
Miðborgin er lokuð allri bílaumferð nema fyrir þá sem hafa leyfi til aksturs, en þó með ákveðnum takmörkunum. Mannaðar lokanir eru á þó nokkrum stöðum en veita þeim bílum aðgengi sem eru með P-merki fyrir hreyfihamlaða.
Staðsetning mannaðra lokanna eru eftirfarandi:
- Sæbraut/Snorrabraut (nota ef nýta á bílastæði v/ Skúlagötu)
- Eiríksgata/Snorrabraut (nota ef nýta á bílastæði v/ Tækniskólann)
- Túngata/Garðastræti aðeins innakstur (nota ef nýta á bílastæði v/ Túngötu)
- Túngata/Ægisgata (nota ef nýta á bílastæði v/ Túngötu)
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk eru staðsett á eftirfarandi stöðum:
- Skúlagötu
- Við Tækniskólann
- Neðst á Túngötu (við hornið á Suðurgötu)
Þessi bílastæði eru eingöngu fyrir P merkta bíla og verða auglýst sem slík.
Ferðaþjónusta fatlaðra
Akstur er frá kl. 07:30 – 01:00
Seinasta ferð er kl. 01:00
Þjónustuver Akstursþjónustu er í síma 540 – 2727
Almennur opnunartími á laugardögum er kl. 09:00 – 14:00
Fyrir kl. 09:00 og eftir kl. 14:00 er aðeins hægt að panta stakar ferðir, afpanta ferðir og fá svör við brýnum erindum.
Hægt er að bóka ferð með tveggja tíma fyrirvara á Menningarnótt eins og vani er.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að bóka ferðir með fyrirvara til að auðvelda skipulagningu akstursins.
Akstursþjónustan stöðvar á eftirfarandi stöðum til þess að skila af sér og taka á móti farþegum:
Skólavörðuholtið – bílastæði við Tækniskólann
N1 Hringbraut – bílastæði við N1
Túngata – bílastæði á horni við Suðurgötu
Sjávarútvegsráðuneytið – bílastæði á Skúlagötu
EKKI er stöðvað við Ráðhúsið
Viðbúið er að einhver seinkunn kunni að vera sökum umferðar. Farþegar eru beðnir um að sýna þolinmæði og skilning gagnvart því.
Salernisaðstaða
Salerni fyrir hreyfihamlaða eru staðsett á eftirfarandi stöðum:
- Við Arnarhól (til hliðar við bílastæðahús Seðlabankans)
- Á Miðbakka
- Í Hljómskalagarði
- Á bílastæði við Tækniskólann
- Í Mæðragarðinum
- Hverfisgötu 23 (við Lýðveldisgarð)
- Í Ráðhúsinu – opið til kl. 20.00.
- Í Hörpu – opið til kl. 23.00.
- Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi – opið til kl. 23.00.
- Listasafni Íslands – opið til kl. 22.00.
Dagskrá
Dagskrá Menningarnætur er aðgengileg á vef Menningarnætur www.menningarnott.is, þar eru viðburðir flokkaðir eftir tíma svo auðvelt er fyrir alla að skipuleggja sig áður en lagt er af stað að heiman með tilliti til bílastæða og hvaða viðburðir vekja athygli.