Skip to main content
Frétt

Aðgengi að hjálparstofnunum

By 1. apríl 2020No Comments
Eins og öllum er ljóst hefur orðið mikil röskun á starfi hjálparstofnana síðustu vikurnar. Því er rétt að taka saman hvernig starfi hjálparstofnana er háttað nú um stundir.

Að gefnu tilefni skal það þó tekið fram að Hjálparstarf kirkjunnar hefur haldið áfram að veita fólki sem býr við fátækt þjónustu eftir að samkomubann var sett á.

Hjálparstarfið veitir efnislega aðstoð fyrst og fremst með inneignarkortum í matvöruverslunum og aðstoðar fólk við að leysa út lyf í neyðartilfellum. Fatamiðstöð, mönnuð sjálfboðaliðum, hefur hins vegar verið lokað tímabundið.

Fólk sem býr við fátækt getur leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar að Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, 103 Reykjavík, virka daga klukkan 10 – 15.30. Vegna samkomubanns biður Hjálparstarfið fólk um að hringja fyrst í síma 5284400 eða senda tölvupóst á netfangið vilborg@help.is og bóka tíma með félagsráðgjafa.

Nánari upplýsingar eru á help.is

 

Hjá mæðrastyrksnefnd er opið fyrir úthlutanir á þann hátt að tekið er við beiðnum í gegnum síma. Síminn þar er 897 0044, eða 551 4349 og verður svarað í þessi númer á mánudaginn milli kl. 10 og 12. Þá verður páskaeggjaúthlutun.

Hjá Fjölskylduhjálp Íslands liggur ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvort úthlutað verður fyrir eða eftir páska. Fólk er beðið að fylgjast með auglýsingu þar um á heimasíðu og Facebook síðu Fjölskylduhjálparinnar.