Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verður haldin þann 18. ágúst 2018. Hátíðin fer að mestu leyti fram á lokuðu svæði í miðborginni. Lögð er áhersla á aðgengi fatlaðs fólks að hátíðinni og hefur borgin í samstarfi við ÖBÍ gert ráðstafanir til að aðgengi verði viðunandi.
Þannig verða til að mynda sérstök bílastæði opin fyrir hreyfihamlað fólk innan lokana á hátíðarsvæðinu í miðbænum. Hér má sjá yfirlit yfir þessi mál:
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk eru staðsett á eftirfarandi stöðum:
- Skúlagötu – (ath að miklar framkvæmdir eru í nágrenni)
- Við Tækniskólann
- Neðst á Túngötu (við hornið á Suðurgötu)
Þessi bílastæði eru eingöngu fyrir P merkta bíla og verða auglýst sem slík.
Starfrækt verður leiga rafskutlum og hjólastólum á vegum Þekkingarmiðstöðvar Sjálfbjargar. Opið er á föstudag til kl. 18 í Hátúni 12. Þar er hægt að nálgast rafskutlu eða hjólastól og skila á mánudaginn. Sendið tölvupóst á Davíð Þ. Olgeirsson, í netfangið david@thekkingarmidstod.is fyrir frekari upplýsingar.
Aðgengi inn á hátíðarsvæði
Miðborgin er lokuð allri bílaumferð nema fyrir þá sem hafa til þess leyfi, en þó með ákveðnum takmörkunum. Mannaðar lokanir eru á þó nokkrum stöðum en veita þeim bílum aðgengi sem eru með P-merki fyrir hreyfihamlaða.
Staðsetning mannaðra lokanna eru eftirfarandi:
- Sæbraut/Snorrabraut (nota ef nýta á bílastæði v/ Skúlagötu)
- Eiríksgata/Snorrabraut (nota ef nýta á bílastæði v/ Tækniskólann)
- Túngata/Garðastræti aðeins innakstur (nota ef nýta á bílastæði v/ Túngötu)
- Túngata/Ægisgata (nota ef nýta á bílastæði v/ Túngötu)
Ferðaþjónusta fatlaðra
Tekin hafa verið frá 4 sleppistæði í miðborginni fyrir ferðaþjónustuaðila og er Ferðaþjónustu fatlaðra er heimilt að nýta þau. Stæðin er ekki ætluð til að leggja í heldur einungis til þess að taka á móti og skila af sér farþegum.
Ferðaþjónustubílar munu stoppa á fjórum stöðum:
- Hafrannsóknarstofnun við Skúlagötu 4
- N1 Hringbraut (við hliðina á BSÍ)
- Hallgrímskirkja
- Tjarnargata 8 bílastæði – bak við Hjálpræðisherinn og HHÍ
Athygli er vakin á því að ekki er stoppað við Ráðhúsið.
Aksturstími ferðaþjónustubílanna er frá 07:00-01:00 á Menningarnótt. Pantamá akstur á akstursþjónusta.is.
Salernisaðstaða
Salerni fyrir hreyfihamlaða eru staðsett á eftirfarandi stöðum.
- Við Arnarhól (til hliðar við bílastæðahús Seðlabankans)
- Á horni Bergþórugötu og Frakkastígs
- Við Óðinstorg
- Við Smáragötu
- Á BSÍ
- Portið hjá Iðnó (Vonarstrætismegin)
- Hverfisgötu 23 (við Lýðveldisgarð)
- Í Hljómskálagarði
- Við Rastargötu
- Í Ráðhúsinu – opið til kl. 21.00.
- Í Hörpu – opið til kl. 23.00.
- Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi – opið til kl. 23.00.
- Listasafni Íslands – opið til kl. 22.00.