Í frumvarpinu kemur fram að þessi hækkkun sé í samræmi við 69. grein laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um að greiðslur almannatrygginga skuli breytast árlega og taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Hækkunin nú er tvíþætt og er annars vegar byggð á mati á „áætluðum meðaltaxtanækkunum á vinnumarkaðinum í heild“, sem samkvæmt frumvarpinu nemi 3,8 prósentum. Til samanburðar voru heildar prósentuhækkanir á greiðslum almannatrygginga í síðasta fjárlagafrumvarpi, 3,8% en almennar hækkanir 3,6%.
Gert er ráð fyrir að verðbólga ársins 2012 samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands verði um 4,4% og því er verðlagshækkunalmannatrygginga hækkuð um 0,8 prósentustig til að hækkun ársins 2021 verði ekki minni en hækkun verðlags. Auk þess er veitt 800 milljónum sérstaklega til hækkunar örorkulífeyris sérstaklega um 1%.
Til samanburðar er að finna í forsendum frumvarpsins að almennar launahækkanir opinberra starfsmanna séu áætlaðar 3,9% á árinu 2022.
Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir að breytingar verði sem hér segir: (Allar tölur birtar án ábyrgðar)
- Örorkulífeyrir, óskertur, 52.631
- Aldurstengd örorkuuppbót 52.631
- Heimilisuppbót 56.969
Aðrar upphæðir hækka samsvarandi, en eru ekki birtar hér sökum þess hve einstaklingsbundnar þær eru.
En í grunninn er hægt að reikna út eigin stöðu með því að margfalda tölur á greiðsluseðlum TR með 1,048 eða 1,056
Fjárlagafrumvarpið í heild sinni má nálgast hér.
Fréttin hefur verið uppfærð í tvígang, eftir skýringar frá fjármálaráðuneyti um til hvaða greiðsluflokka eins prósentustiga hækkunin næði, en hún nær til allra flokka.