Skip to main content
AlmannatryggingarDómsmálTR

Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál ÖBÍ gegn íslenska ríkinu

By 12. desember 2024apríl 22nd, 2025No Comments
Evrópudómstóllinn-ECHR

Dómsmál sem ÖBÍ höfðaði ásamt einstaklingi gegn íslenska ríkinu hefur að hluta verið tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Um er að ræða mál sem kennt er við „krónu fyrir krónu skerðingu“ Sjá » ÖBÍ réttindasamtök sækja um áfrýjunarleyfi

Hæstiréttur Íslands hafnaði kröfum ÖBÍ í málinu. Sjá » Dómur Hæstaréttar – Mál nr. 9/2023.  ÖBÍ kærði niðurstöðuna til Mannréttindadómstólsins í febrúar 2024. Í þessum áfanga málsins hefur dómstóllinn lagt viðbótarspurningar fyrir íslenska ríkið. Dómstóllinn veitti frest til 5. mars 2025 til að leita sátta í málinu en að þeim tíma liðnum hefur íslenska ríkið 12 vikur til að skila greinargerð til dómsins.