Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál
ÖBÍ – réttindasamtök (ÖBÍ) styður frumvarpið til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Málefni barna eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld barna.
ÖBÍ leggur til að bætt verði við 3. mgr. 3.gr. þannig að haft verði samvinnu við Geðheilsumiðstöð barna um verkefni sem varða þjónustu í þágu farsældar barna.
Lagt er til að 3. mgr. 7. gr. verði þá svohljóðandi:
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu skal hafa samvinnu við Barna- og fjölskyldustofu, Geðheilsumiðstöð barna og Ráðgjafar- og greiningarstöð um verkefni sem varða þjónustu í þágu farsældar barna. Jafnframt er ráðherra heimilt að ákveða að tiltekin verkefni stofnananna þriggja séu rekin sameiginlega. Í ákvörðun ráðherra samkvæmt þessari grein skal skýrt kveða á um stjórnun verkefnisins, ábyrgð stofnana og fjármögnun.
Ekkert um okkur án okkar!
Virðingarfyllst,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka
Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
238. mál, lagafrumvarp
Umsögn ÖBÍ, 19. október 2023