Skip to main content
Málefni barnaSRFFUmsögn

762. mál. Barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

By 9. júní 2021september 1st, 2022No Comments
Nefndasvið Alþingis
Velferðarnefnd
Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

Reykjavík 1. júní 2021 

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um tillögu til þingsályktunar um Barnvænt Ísland- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.

1.1. Þátttökuvettvangur
Ánægjulegt er að skapa eigi rafrænan vettvang í því skyni að auðvelda börnum og ungmennum að taka þátt í virku samráði við stjórnvöld. Sérstaklega er þess getið að mikilvægt sé að hafa samráð við viðkvæma hópa barna, m.a. fötluð börn.
 
ÖBÍ bendir á að Tryggja verði að vettvangurinn sé aðgengilegur öllum hópum barna og vísar í 29. gr. SSRF þar segir „ vinna skal ötullega að mótun umhverfis þar sem fatlað fólk getur tekið virkan og fullan þátt í opinberri starfsemi, án mismununar og til jafns við aðra, og hvetja til þátttöku þess í opinberri starfsemi“.
2.1. Fræðsla um réttindi barna

Gott er að útbúa eigi fræðsluáætlun um réttindi barna og innleiðingu barnasáttmálans sem ná á til barna, forsjáraðila, fagfólks og annara sem vinna með og fyrir börn.

ÖBÍ leggur til að einnig verði horft til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF) þar sem réttindi fatlaðra barna eru áréttuð enn frekar.  
3.3. Réttindagæsla hjá embætti umboðsmanns barna
ÖBÍ fagnar því að ráða eigi starfsmann til tveggja ára til að sinna réttindagæslu barna sem veita eigi stuðning, ráðgjöf og aðstoð við að leita réttar síns.
 
ÖBÍ leggur til að réttindagæsla barna verði ekki tilraunaverkefni heldur fast hlutverk hjá embætti uboðsmanns barna.
6.1. Endurskoðun laga og samræming við ákvæði barnasáttmálans
Gleðilegt er að tryggja eigi samræmi milli greina barnasáttmálans og íslenskrar löggjafar ásamt því að alþjóðlegar skuldbindingar er varða réttindi barna verði uppfylltar.
ÖBÍ leggur til að einnig verði horft til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF) við samræminguna og vísar í 7. gr. SSRF þar segir „aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við önnur börn“.
7.2. Eftirfylgni með lokaathugasemdum barnaréttarnefndarinnar
Stjórnvöld skiluðu skýrslu til barnaréttarnefndarinnar og er ánægjulegt að sjá að fara eigi í að útbúa markvissa viðbragðsáætlun við lokaathugasemdum nefndarinnar.
 
8.1. Farsældarborð
Mikilvægt er að haldið verði áfram að vinna að farsældarmælaborðinu sem hefur verið í þróun síðustu ár. Skortur er á tölfræði varðandi fötluð börn á Íslandi.
ÖBÍ leggur til að mælaborðið taki saman tölfræðigögn um fötluð börn með markvissum hætti til að hægt sé að sjá raunverulega stöðu fatlaðra barna í íslensku samfélagi.

Málefni fatlaðra barna jafnt og ófatlaðra barna eru mjög mikilvæg. Því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld barna.

Ekkert um okkur án okkar!

Þuríður Harpa Sigurðardóttir

Formaður Öryrkjabandalags Íslands

Þórdís Viborg       
Verkefnastjóri ÖBÍ      

Umsögnin (PDF) á vef Alþingis
Nánari upplýsingar um málið og feril þess