Alþjóðadagur fatlaðs fólks
”Á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember vörpum við fjólubláu út í umhverfið og afhendum Hvatningarverðlaun
UM 3. DES
Á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að réttindabaráttu fatlaðs fólks.
Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
FJÓLUBLÁR
Vörpum fjólubláu út í umhverfið. Lýsum upp mannvirki. Klæðumst fjólubláu. Birtum fjólubláa fleti á samfélagsmiðlum.
Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þennan dag heldur alla daga. Við viljum samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.
HVETJUM …
Í tilefni dagsins afhendum við Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka. Verðlaunin eru veitt þeim sem endurspegla áherslur um þátttöku og sjálfstæði fatlaðs fólks. Markmiðið er alltaf líf til jafns við aðra. Forseti Íslands er verndari verðlaunanna.