Skip to main content
Aðgengi

Könnun um aðgengismál

By 29. mars 2023apríl 5th, 2023No Comments

Allir eiga að geta skilið vefsíður og annað rafrænt efni annars er það ekki aðgengilegt. Alls kyns tækni er til sem aðstoðar fólk við að gera efni aðgengilegt. Þetta eru til dæmis stillingar til að stækka letur, breyta lit leturs, nota skjáþulur til upplesturs eða skjálesara (talgervla) til að skoða vefsíður.

Tilgangur þessarar könnunar er að bæta þekkingu á því hvernig fólk nýtir þessa tækni. Sú þekking getur flýtt fyrir þróun í átt að aðgengilegri vefsíðum, betri tækja og ekki síður upplýsinga til þeirra sem jafnvel vita ekki af þeirri tækni sem býðst og nýta hana því ekki.

Fyrirtækið Sjá viðmótsprófanir ehf stendur fyrir og framkvæmir könnunina.  Þátttakendum er heitið fullum trúnaði og ekki verður hægt að rekja svör til einstaklinga. Þau sem vilja fá frekari upplýsingar um könnunina geta haft samband við Sjá í gegnum netfangið sja@sja.is.

Hér er tengill á könnun Sjá ehf. um aðgengismál