Skip to main content
AtvinnumálTRUmsögn

Reglugerð um leigubifreiðar

By 24. október 2022desember 7th, 2022No Comments

Efni: Umsögn um breytingu á reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar.

ÖBÍ – réttindasamtök taka heilshugar undir að fella eigi brott úr reglugerðinni að ÖBÍ – réttindasamtök veiti öryrkjum meðmæli vegna leigubifreiðaaksturs.

ÖBÍ – réttindasamtök leggja þó til að öryrkjar þurfi ekki að óska eftir meðmælum Tryggingastofnunar vegna leigubifreiðaaksturs. 

Öryrkjar fá metna aukalega 260 daga í starfsreynslu við mat á atvinnuleyfisumsókn enda hafi þeir meðmæli Tryggingastofnunar um að leiguakstur henti þeim vel og fötlun hindri þá ekki í starfi. ÖBÍ gerir athugasemdir við að meðmæli Tryggingastofnunar séu forsenda fyrir slíku hagræði.  Öryrkjar ekki frekar en ófatlað fólk, eiga ekki að þurfa að óska eftir meðmælum frá Tryggingastofnun vegna starfa sinna, hvort sem það er vegna aksturs leigubifreiðar eða annarra starfa.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingafyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
Bára Brynjólfsdóttir, lögfræðingur ÖBÍ


Umsögnin var send til Innviðaráðuneytis 24. október 2022. Mál nr. 187/2022. Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.

Sjá nánar um málið á Samráðsgátt stjórnvalda