Nefndarsvið Alþingis
Umhverfis- og samgöngunefnd
150 Reykjavík
Reykjavík, 31. maí 2022
Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur. 152. Löggjafarþing 2021-2022. Þingskjal 678 – 470 mál
ÖBÍ vill koma eftirfarandi á framfæri.
Í 6. gr. laga um leigubifreiðar nr. 134/2001 er ákvæði um ívilnun fyrir öryrkja sem sækja um leyfi til að stunda leigubílaakstur en ákvæðið hefur verið til staðar um allangt skeið a.m.k. frá 1989. Í 6. gr. reglugerðar nr. 397/2003 kemur fram að ,,Vegagerðinni er heimilt að taka sérstakt tillit til umsókna frá öryrkjum enda hafi þeir meðmæli Öryrkjabandalags Íslands og tryggingayfirlæknis um að leiguakstur henti þeim vel. Öryrkjar fá metna 260 daga í starfsreynslu við mat á atvinnuleyfisumsókn.“
ÖBÍ vill finna annan farveg fyrir þessi mál þannig að ÖBÍ sé ekki að veita slíkar umsagnir en í leiðinni tryggja það að öryrkjar hafi áfram þennan möguleika til atvinnuþátttöku. Eðlislægra sé að aðilar innan stjórnsýslunnar taki að sér að skrifa slík meðmæli. Til þess að breyta þessari framkvæmd þarf að breyta reglugerð. ÖBÍ leggur því til að Samgöngustofa eða önnur opinber stofnun taki að sér að skrifa meðmælin. Því það samræmist ekki hlutverki ÖBÍ að stjórnsýsla sé í höndum frjálsra félagssamtaka.
ÖBÍ leggur því til eftirfarandi breytingu verði gerð á 6. gr. í II kafla reglugerðar nr. 397/2003 og orðist svo:
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
Hannes Ingi Guðmundsson, lögfræðingur ÖBÍ