Skip to main content
KjaramálUmsögn

3. mál. Breyting á ýmsum lögum vegna fjár­laga 2022

By 20. desember 2021september 1st, 2022No Comments
Nefndarsvið Alþingia
Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

Reykjavík, 13. desember 2021

Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022 , þingskjal 3, 3. mál

Persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts

Jákvætt er að við árlega breytingu á persónuafslætti verði 1,0% framleiðnivexti á ári bætt við viðbólgu. Tekið er undir umsögn ASÍ um frumvarpið (3. mál) að persónuafsláttur þurfa að hækka til jafns við laun til að koma í veg fyrir aukna skattbyrði. Skattkerfisbreytingar þurfa fyrst og fremst að miða að því að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim tekjulægstu.

Barnabætur

Barnabætur tekjulægstu fjölskyldna hækka að raunvirði, ef frumvarpið verður að lögum. Stór hluti fatlaðra foreldra eru í hópi tekjulægstu foreldra og því myndi breytingin ná til þeirra. Skerðingarmörkin eru þó enn of lág eða rétt yfir lágmarkslaunum og hækkunin óveruleg hjá foreldrum með tekjur undir skerðingarmörkum eins og fram kemur í umsögn ASÍ.

Víxlverkun örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða

Í frumvarpinu er lagt til að framlengja bráðabirgðaákvæði til að koma í veg fyrir víxlverkun milli örorkugreiðslna frá almannatryggingum annars vegar og frá lífeyrissjóðum hins vegar. Bráðabirgðaákvæði þetta hefur verið í gildi frá 1. janúar 2014.Á meðan ekki hefur verið fundin framtíðarlausn í málinu, er slíkt bráðabirgðaákvæði nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að lífeyrissjóðsgreiðslur til örorkulífeyrisþega lækki enn frekar eða falli jafnvel niður. Allt frá árinu 2009 hefur ÖBÍ lagt áherslu á að fundin verði framtíðarlausn sem ver hagsmuni allra örorkulífeyrisþega.

Þessi tillaga hefur komið fram í fjárlagafrumvörpum á hverju einasta ári frá árinu 2013.

Mælt er með að Alþingi setji lög til að koma í veg fyrir að lífeyrissjóðir skerði greiðslur til örorkulífeyrisþega með hliðsjón af tekjum frá TR.

Verðlagsuppfærsla krónutöluskatta

Krónutöluskattar hækka um 2,5%, en slík hækkun kemur verst við þá tekjulægstu sem greiða hærra hlutfall af sínum ráðstöfunartekjum í slíka skatta en tekjuhærri.

Ekkert um okkur, án okkar.

  Þuríður Harpa Sigurðardóttir,          
  formaður Öryrkjabandalags Íslands