Nefndasvið
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8-12
150 Reykjavík
Reykjavík, 29. apríl 2021
Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (barnaníðsefni, hatursorðræða, mismunun o.fl.), 710. mál.
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fagnar framlögðu frumvarpi og þeim breytingum sem þar koma fram. Það ef afar mikilvægt að fötluðu fólki sé veitt sömu refsivernd og öðrum þar sem vitað er að fatlað fólk er sérstaklega berskjaldað gagnvart hatursorðræðu, hatursglæpum og mismunun margskonar.
Það er því ánægjulegt að sjá að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) sé hafður til hliðsjónar við frumvarpsgerð þessa enda í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist.
Þá tekur ÖBÍ undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og þá sérstaklega síðasta hluta umsagnarinnar er varðar 1. tl. 242. gr. almennra hegningarlaga sem segir að brot skv. 233. gr. a skuli sæta opinberri ákæru, án þess þó að sá sem misgert var við krefjist þess.
Ekkert um okkur, án okkar!
Formaður ÖBÍ