Tilgangur framkvæmdaáætlunarinnar er að stuðla að þátttöku fatlaðs fólks með aukinni miðlun þekkingar á Norðurlöndum og nánara samstarfi um málefni fatlaðs fólks.
Norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks:
- er til hagsbóta fyrir löndin og skiptir máli fyrir fatlað fólk á Norðurlöndunum,
- er viðbót við og eflir starf sem fram fer í löndunum og sem miðar að þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags- ins,
- eykur og skapar samlegðaráhrif við annað alþjóðlegt sam- starf og vinnu sem miðar að þátttöku allra,
- skapar forsendur fyrir miðlun reynslu, varðveislu þekkingar og þróun aðferða fyrir þátttöku fatlaðs fólks á nokkrum mikilvægum sviðum og í ákveðnu samhengi,
- eykur meðvitund um samþættingu fötlunarsjónarmiða í lykilstarfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar og Norður- landaráðs, á borð við skrifstofur, stofnanir, áætlanir og tengslanet, og gerir þar með norrænt og norrænt-baltneskt samstarf að góðu dæmi um hvernig opinberar stofnanir geti unnið með fjölbreytni og þátttöku fatlaðs fólks,
- bætir aðgengi fatlaðs fólks að starfsemi Norrænu ráðherra- nefndarinnar og Norðurlandaráðs og innan stofnananna,
- styrkir ímynd Norðurlanda sem nýskapandi og félagslega sjálfbærs svæðis fyrir alla þar sem enginn er skilinn útundan,
-
samþættir sjónarmið jafnréttis milli kvenna, karla, stúlkna og pilta; réttindi barna og ungmenna sem og sjálfbæra þróun á þýðingarmikinn hátt í starfseminni.