Reykjavík, 24. mars 2020
Efni: Umsögn um frumvarp til fjáraukalaga. Þingskjal 1172 – 695. mál.
Almennt um ástandið og áherslur sem vantar inn í frumvarpið
Það er ekki að ástæðulausu sem slagorð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er „leave no one behind“, því tilhneigingin er oft hjá stjórnvöldum að skilja eftir jaðarsetta hópa samfélagsins við ákvarðanatöku sína. Nú, þegar við stefnum hraðbyri í djúpa efnahagskreppu af völdum Covid-19, er afar mikilvægt að stjórnvöld skilji ekki jaðarsetta hópa eftir. Aðgerðum ríkisstjórnarinnar er ætlað að veita viðspyrnu í efnahagskreppunni. Í því ljósi er mikilvægt að minnast þess að Alþjóðabankinn hefur, með rannsóknum, sýnt fram á að stuðningur við lágtekjuhópa er besta leiðin til þess að koma hjólum atvinnulífsins af stað.[1] Þetta er ákaflega mikilvægt, sérstaklega þar sem verðbólga mun aukast, og ef ekkert verður að gert, og stuðningur við örorkulífeyrisþega aukinn verulega, mun það verða til þess að hópur fólks verður skilinn eftir í frekari fátækt og samfélagslegt tap verður enn meira. Stjórnvöld verða að fara að átta sig á því hvað setningin „leave no one behind“ raunverulega þýðir.