Skip to main content
Umsögn

17. mál. 300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga. 2019

By 13. febrúar 2020No Comments
Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 15. nóvember 2019

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um 300 þús. kr. lágmarksframfærslu almannatrygginga.

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hefur fengið til umsagnar tillögu til þingsályktunar 300 þús. kr. lágmarksframfærslu almannatrygginga.

ÖBÍ fagnar fram kominni tillögu og tekur undir með flutningsmönnum hennar að lífeyrisþegar hafa setið eftir við kjarabætur síðustu ára og nauðsynlegt er að bæta verulega í við þennan hóp. Eins og ÖBÍ hefur bent á í umsögnum um fjárlagafrumvörp síðustu ára hefur sá hópur sem nýtur aðeins bóta frá Tryggingastofnun dregist verulega aftur úr öðrum hópum í samfélaginu. Er svo komið í dag að lífeyrir einstaklings sem ekki býr einn og nýtur því ekki heimilisuppbótar er með lægri greiðslur en nemur grunn atvinnuleysisbótum en margir þurfa að lifa á lífeyri árum saman eða jafnvel alla ævi á meðan atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði.

ÖBÍ hvetur þingmenn alla sem einn að sameinast um þessa tillögu þannig að fjármunum verði forgangsraðað til að tryggja öllum lífeyrisþegum mannsæmandi framfærslu.

Ekkert um okkur án okkar.

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Formaður ÖBÍ