Reykjavík, 19.1.2018
Í niðurstöðum könnunar á aðstæðum, viðhorfum og samfélagsþátttöku örorkulífeyrisþega, sem var framkvæmd meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á Íslandi veturinn 2008-2009 voru skerðingar lífeyris vegna atvinnutekna nefndar sem næsta algengasta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku.[2] Á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd voru tekjutengingar mun minni, m.a. sökum þess að framfærsluuppbótin[3] (sem skerðist „króna á móti krónu“) hafði mun minni áhrif, þar sem færri fengu hana greidda og mun lægri upphæðir.
Fyrir utan það að flækja kerfið allverulega er „króna á móti krónu“ skerðingin fátæktargildra. Hún verður til þess að fólk getur ekki aukið ráðstöfunartekjur sínar þrátt fyrir að hafa tekjur annars staðar frá, s.s. atvinnu-, lífeyrissjóðs-, eða fjármagnstekjur. Upphæðir skerðinga og skatta renna til baka til ríkissjóðs, eins og sjá má á töflu 1. Fólki með mjög takmarkaða starfsgetu, er refsað grimmilega fyrir hvern vott til sjálfsbjargarviðleitni.
Framfærslu- viðmið |
Atvinnutekjur |
Skerðing |
Staðgreiðsla |
Til ráðstöfunar |
Skerðing og skattur |
238.594 |
0 |
0 |
34.242 |
204.354 |
34.242 |
238.594 |
40.000 |
40.000 |
34.242 |
204.354 |
74.242 |
Ein af niðurstöðum áðurnefndrar könnunar frá 2008/2009 er, að um 84% örorkulífeyrisþega segja það mjög mikilvægt að þeir hafi möguleika á launaðri vinnu. Vinnuáhugi og vinnuvilji er þannig mjög mikill meðal örorkulífeyrisþega á Íslandi, en tækifærin skortir og tekjutengingar eru allt of stífar, sem veldur því að örorkulífeyrisþegar draga frekar út atvinnuþátttöku sinni. Um 30% öryrkja er með einhverjar atvinnutekjur.
Nýlegt dæmi úr ráðgjöfinni er af konu, sem er örorkulífeyrisþegi og menntaður sjúkraliði. Fyrir hlutastarf á heilbrigðisstofnun fær hún 128 þús kr. fyrir skatt. Launatekjur hennar hækka heildarráðstöfunartekjur hennar einungis um 25 þús kr. Hérna er ekki um að ræða versta dæmið af tekjuskerðingu vegna atvinnutekna.
Jaðarskattur af 200 þús kr. atvinnutekjum er einnig umtalsverður eða 61,5%, þrátt fyrir frítekjumarkið.
Framfærslu- viðmið |
Atvinnutekjur |
Skerðing |
Staðgreiðsla |
Til ráðstöfunar |
Skerðing og skattur |
238.594 |
0 |
0 |
34.242 |
204.354 |
34.242 |
238.594 |
200.000 |
77.990 |
79.312 |
281.292 |
157.302 |
*200 þús kr. eftir frádrátt 4% iðgjalds í lífeyrissjóð. Útreikningur miðast við fyrsta mat við 40 ára aldur.
Ekkert um okkur án okkar.
[1] Uppreiknað til október 2017.
Umsögnin á vef Alþingis