Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007, með síðari breytingum (afnám krónu á móti krónu skerðingar) þingskjal 54 – 54. mál.
- Fátæktargildra verður tekin út. Stór hópur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er fastur í þeirri stöðu að tekjur sem þeir afla sér auka ekki ráðstöfunartekjur þeirra vegna „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta bitnar verst á þeim sem hafa lægstu tekjurnar annars staðar frá. Þessir einstaklingar myndu loksins njóta þeirra tekna sem þeir afla sér.
- Einföldun kerfisins. Útfærsla framfærsluuppbótarinnar hefur flækt kerfið verulega, þar sem hún er á skjön við aðra bótaflokka. Kerfið yrði einfaldað talsvert með því að fella framfærsluuppbótina inn í tekjutrygginguna.
- Aldurstengd örorkuuppbót myndi hætta að skerða framfærsluuppbótina og næði þar með tilgangi sínum sem er m.a. að koma til móts við einstaklinga sem ná ekki að safna réttindum í lífeyrissjóð.
- Einstaklingar munu njóta greiðslna sem eiga að bæta stöðu fólks í ákveðnum aðstæðum, s.s. dánarbóta, mæðra- og feðralauna og styrkja. Þessar greiðslur lækka og/eða taka út framfærsluuppbótina nú. Þetta er því mikið réttlætismál.
- Lagabreytingin hvetur örorkulífeyrisþega til þátttöku á vinnumarkaði.
Framfærslu- viðmið |
Lífeyrissjóðs- tekjur |
Skerðing |
Staðgreiðsla |
Til ráðstöfunar |
Skerðing og skattur |
238.594 |
0 |
0 |
34.242 |
204.354 |
34.242 |
238.594 |
60.000 |
60.000 |
34.242 |
204.354 |
94.242 |
Framfærslu- viðmið |
Atvinnutekjur |
Skerðing |
Staðgreiðsla |
Til ráðstöfunar |
Skerðing og skattur |
238.594 |
0 |
0 |
34.242 |
204.354 |
34.242 |
238.594 |
40.000 |
40.000 |
34.242 |
204.354 |
74.242 |
|
Tekjur á mánuði |
|
Tekjur á mánuði |
Örorkulífeyrir frá TR* |
198.534 |
Ellilífeyrir frá TR |
232.734 |
Lífeyrissjóðstekjur |
40.000 |
Lífeyrissjóðstekjur |
40.000 |
Samtals fyrir skatt |
204.334 |
Samtals fyrir skatt |
272.734 |
[1] Hlusta má á svör þeirra á eftirfarandi myndbandsupptöku: https://www.obi.is/is/utgafa/sjonvarp-obi/file/krona-a-moti-kronu-1.