Reykjavík, 7. mars 2019
Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um drög að stefnu í almenningssamgöngum
Athugasemdir ÖBÍ um stefnuna í heild
Því er fagnað að fyrir liggi áætlanir um heildstæða stefnu í almenningssamgöngum, enda mikilvægt að almenningur eigi kost á að ferðast um á hagstæðan hátt í samtengdu kerfi.Þó vantar alveg svör við því hvernig almenningssamgöngur eigi að vera raunhæfur valkostur fyrir fatlað fólk, sem þær eru ekki í dag. Íslensk löggjöf og alþjóðlegar skuldbindingar kveða þó á um fullt aðgengi fyrir fatlað fólk til jafns við aðra að almenningssamgöngum.
Skuldbindingar
Almenningsvagnar
Réttindin gilda um aðgengi að rútum, strætisvögnum í þétt- og dreifbýli, flugrútu og aksturs-þjónustu fatlaðs fólks, sem er ígildi almenningsvagna fyrir það fólk sem ekki getur notað þá.
Flug
Bátar
Viðaukar við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010[6] um réttindi farþega sem ferðast á sjó[7] voru innleidd ir hér á landi með reglugerð nr. 536/2016. Þar er kveðið á um réttindi fatlaðra eða hreyfihamlaðra einstaklinga um breytingar eða endurgreiðslur á ferð, aðstoð og svo þjálfun starfsmanna. Með innleiðingu þessara viðauka fylgir jafnframt sú ábyrgð að fylgja öðrum ákvæðum ESB reglugerðarinnar, þar sem segir m.a. í 7. mgr. aðfararorða:
Frá innleiðingu á því að gæta að því að hanna og byggja hafnarmannvirki út frá ákvæðum algildrar hönnunar. Jafnframt á að gæta þess við breytingar og kaup á farþegabátum og ferjum að ákvæði algildrar hönnunar séu virt.
Bent er á finnska reglugerð um aðgengi að og í farþegabátum[8] sem tók gildi 1. júli 2017 gerir kröfu um að allir farþegabátar eigi að vera aðgengilegir fyrir alla í síðasta lagi 1. janúar 2020. Æskilegt er að sömu kröfur séu gerðar hérlendis. Þá má benda á að í finnsku reglugerðinni er að finna ítarlegar aðgengiskröfur sem þarf að uppfylla.
Upplýsingagjöf
Staða mála
Möguleikar fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks til að nýta sér almenningssamgöngur hér á landi eru afar takmarkaðir.
Samkvæmt könnun á aðgengi strætisvagna og biðstöðva sem ÖBÍ og Strætó bs. framkvæmdu á höfuðborgarsvæðinu sumarið og haustið 2018, eru strætisvagnar flestir ágætlega aðgengilegir, en ástand biðstöðva er afar bagalegt og kemur í veg fyrir að hreyfihamlað fólk geti nýtt sér þann faramáta nema að mjög takmörkuðu leyti. Niðurstöður verður hægt að kynna sér síðar í þessum mánuði þegar lokaskýrsla verkefnisins verður gefin út.
Ástand landsbyggðarstrætisvagna og áætlunarbíla milli sveitarfélaga er verra. Enginn þessara bíla er aðgengilegur hreyfihömluðu fólki. En þó svo að þeir væru það kæmu biðstöðvar, ef biðstöðvar mætti kalla, í veg fyrir að sá fararmáti sé raunhæfur valkostur fyrir hreyfihamlað fólk. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var fyrir Vegagerðina árið 2016 voru að einungis 11 biðstöðvar af 44 væru aðgengilegar öllum.[10] Ljóst er að fara þarf í mikla uppbyggingu á samgöngumiðstöðvum og biðstöðvum hérlendis.
Tvö fyrirtæki reka flugrútuþjónustu frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Allir vagnar eru óaðgengilegir hreyfihömluðu fólki.
Akstursþjónusta fatlaðra sem sveitarfélögin reka býðst eingöngu innan sveitarfélaganna sjálfra, nema með sérstökum samningum. Því er ekki hægt að nýta akstursþjónustuna til að fara yfir bæjarmörk. Þó er akstursþjónustan hugsuð sem ígildi almenningssamgangna fyrir fólk sem getur ekki notað þjónustu strætó. Strætó b.s. keyrir bæði innanbæjar í mörgum sveitarfélögum og milli sveitarfélaga.
Misjafnt er eftir flugfélögum hversu auðvelt er fyrir fatlað og hreyfihamlað fólk að fljúga innanlands. Á ákveðnum flugleiðum eru vélar sem eru afar þröngar í farþegarými og ekki er hægt að koma að hjálpartækjum til að komast um borð, sem þýðir að bera þurfi hreyfihamlað fólk upp stiga og inn í vél. Það eru ekki aðstæður sem nokkur maður vill lenda í.
Farþegabátar sem eru hér í notkun eru misvel búnir til að flytja fatlað og hreyfihamlað fólk. Aðgengi þarf að bæta víða. Dæmi er um þröngt athafnarými og bilaðar lyftur. Alltof oft þarf að fara um tröppur og yfir háa þröskulda sem útheimtir að starfmenn þurfi að bera viðkomandi milli sín. Það er engin óskastaða.
Réttur farþega til að fá allar upplýsingar í tæka tíð og á því sniði sem þeim hentar er lítt virtur hérlendis og þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um þjálfun starfsfólks í þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða farþega.
Framfylgni
Lítið hefur borið á að stjórnvöld hafi hirt um að kynna farþegum réttindi sín með fullnægjandi hætti né hafa stjórnvöld lagt kröfu á rekstaraðila að framfylgja þeim kröfum sem settar eru um aðgengi fyrir alla að almenningssamgöngum.
Samkvæmt svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn þingmanns Flokks fólksins á yfirstandandi þingi fer Samgöngustofa með framkvæmd laga um farþegaflutninga og framflutninga í landi, nr. 28/2017 og stjórnsýslufyrirmæla sem sett eru samkvæmt þeim.[11] Ætla má að sama eigi við um aðra löggjöf um almenningssamgöngur. Ekki er að heyra á þeim rekstraraðilum sem talað hefur verið við að þeir hafi fengið kynningu á þeim kröfum sem settar eru um aðgengi að samgöngutækjum og mannvirkjum.
Vegagerðin hefur umsjón með útboði og samningum um farþegaflutninga í landi og hefur ákveðna upplýsingaskyldu gagnvart þeim sem hyggja á þátttöku í útboði og sem samningar eru gerðir við. Krafa um aðgengi fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks að almenningsvögnum hefur aldrei ratað í útboðsgögn eða samninga.
Ekki var gerð krafa um aðgengi fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks að þjónustu flugrútunnar í útboði Isavia haustið 2017, þrátt fyrir ákvæði í lögum. Ráðherra lagði til á Alþingi að akstursþjónusta fatlaðs fólks myndi þjóna fötluðum farþegum um ferðir milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.[12]
Undirbúningur stendur yfir vegna útboðs á akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. ÖBÍ hefur gert kröfu um ákveðnar breytingar á reglum sveitarfélaganna um akstursþjónustu fatlaðs fólks, þ.á.m. að horfið sé frá því að hún miðist eingöngu við mörk sveitarfélaga. Eigi þjónustan að vera ígildi almenningbíla, má ekki setja önnur höft á hana en strætó. Það er mismunun.
Samráðsleysi
Það er skylda stjórnvalda að viðhafa virkt samráð við samtök fatlaðs fólks um ákvarðanir sem varða hagsmuni þess, allt frá fyrstu stigum, enda segir í 3. mgr. 4. gr. SRFF:
Ekki hefur verið leitað eftir áliti eða óskað eftir samráði við ÖBÍ við gerð stefnu stjórnvalda í almenningssamgöngum.
Tekið er undir með umsögn Sjálfsbjargar lsb. um stefnuna, umsögn #10.
Ekki er boðlegt að stefna í almenningssamgöngum horfi framhjá fötluðu fólki eins og gert er í þessum drögum og stjórnvöld hunsi áfram skyldur sínar.
Ekkert um okkur án okkar!