Skip to main content
Umsögn

684. mál. Ráðgjafanefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlandanna. 24. maí 2019

By 13. júní 2019No Comments
Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-12
150 Reykjavík
Reykjavík, 24.maí 2019
 
Efni:   Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um þingsályktunartillögu um ráðgjafanefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlandanna,  þingskjal 1101  – 684. mál. 
ÖBÍ styður og leggur áherslu á komið verði á fót ráðgjafanefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlandanna. ÖBÍ hefur komið málum er varða fatlað fólk og öryrkja á framfæri til stjórnsýsluhindranaráðsins sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Mikilvægt er að fylgja slíkum málum vel eftir.  Enn fremur er lögð áhersla á að tryggja frjálsa för allra, en fatlað fólk þarf oftar að leita markskonar stuðning hjá hinu opinbera og er því líklegra en aðrir til að verða fyrir stjórnsýsluhindrunum.
 
Með því að koma á fót ráðgjafanefnd á Íslandi bindum við vonir við að settur verði aukinn kraftur í þá vinnu.
 
Að lokum er áréttað mikilvægi þess að heildarhagsmunasamtök fatlaðs fólks fái aðkomu að ráðgjafanefndinni og að í nefndinni sé fulltrúi fatlaðs fólks.
 
Ekkert um okkur án okkar.
 
Með vinsemd og virðingu,
Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Formaður ÖBÍ