Skip to main content

Sjálfstætt líf og NPA

Til þess að fatlað fólk geti nýtt réttindi sín í daglegu lífi á það rétt á aðstoð sem miðast við þarfir þess og er á þeirra forsendum.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Er NPA fyrir þig?

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf felur í sér að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar stjórni eigin lífi. Lögfesting notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) er orðin að veruleika.

Stefna ÖBÍ

Við eigum rétt til sjálfstæðs lífs

Við viljum að öllu fötluðu fólki verði tryggður raunverulegur réttur til sjálfstæðs lífs, óháð þeirri þjónustuleið sem notandinn velur, NPA eða hefðbundna þjónustu sveitarfélaga.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF:  3., 4., og 19. gr.

Virkt eftirlit með réttindum

Tryggja verður fjármagn svo Réttindagæsla og/eða Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hafi virkt eftirlit með innleiðingu þjónustu eða getið gripið inn í ef réttur fatlaðs einstaklings er brotinn.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 4., 5. og 33. gr.

Ekkert um okkur án okkar

Mikilvægt er að alltaf sé haft samráð við fatlað fólk frá upphafi. Allir sem vinna í málaflokki fatlaðs fólks skulu sækja námskeið um merkingarbært samráð.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 4. gr.

Áhugaverðar greinar

Málefnahópur ÖBÍ um sjálfstætt líf 2015 til 2021

Aðaláherslumál málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf var að fylgjast með framkvæmd nýju laganna t.d. að sjá til þess að NPA samningum fjölgaði og að réttindi einstaklinga sem fengu samninga væru virt. Einnig var unnið að reglugerðum tengdum NPA með opinberum aðilum og fylgst með framkvæmd sveitarfélaganna á skyldu þeirra að setja sér notendaráð. Málefnahópurinn barðist einnig fyrir því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks yrði lögfestur og að íslenska ríkið yrði aðili að valfrjálsri bókun við samningninn. Málefnahópurinn hafði einnig það hlutverk að vinna að því að sett yrðu lög um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi.

Vert að skoða

NPA miðstöðin

,,Notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvað aðstoð er veitt við, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Sjá nánar á npa.is

NPA á vef félagsmálaráðuneytisins (stjórnarráðsins)

,,Einstaklingur á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð hafi hann mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu, svo sem við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.“

Sjá nánar á síðu félagsmálaráðuneytisins.

NPA á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga

Á vefnum er fjallað um námskeið um NPA, reglur sveitarfélaga um NPA, afmörkun á NPA sem þjónustuformi, réttindagæslumenn og persónulega talsmenn, samsetning þjónustuþátta í NPA, form aðstoðar í NPA og kæruleiðir.

Sjá nánar á samband.is

Personal assistance is freedom!