Skip to main content
FréttKosningar

Fundarherferð ÖBÍ fyrir sveitarstjórnarkosningar

By 25. mars 2022apríl 18th, 2024No Comments

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 14. maí, mun Öryrkjabandalagið, í samvinnu við Þroskahjálp, funda vítt og breitt um landið með frambjóðendum til sveitarstjórna. Fundirnir verða opnir öllum sem áhuga hafa að kynna sér stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum.

Fyrirkomulag fundanna verður þannig að eftir stutt erindi í upphafi, verður markviss kynning á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tengsl við sveitarfélögin. Þá verður kynnt könnun sem Gallup vann fyrir fundina, um stöðu ýmissa mála innan málaflokksins, svo sem aðgengi, skóla án aðgreiningar, húsnæðismál og fleira.

Þá er komið að frambjóðendum að kynna sig og áherslur sínar í málaflokknum, og að lokum verða pallborðsumræður, þar sem gestir úr sal geta borið fram spurningar.

Við ríðum vaðið í Reykjavík, mánudaginn 28. mars, kl. 16:30 í Tjarnarsal Ráðhússins. 

Þriðjudaginn 29. mars verða tveir fundir, annar á Akranesi í Bókasafninu, og hinn í Borgarbyggð, í Hjálmakletti. Báðir hefjast kl 17.

Fimmtudaginn 31. mars verður fundur á Höfn í Hornafirði, kl. 17 í Framhaldsskólanum.

Mánudaginn 4. apríl verða 2 fundir, í Garðabæ í safnaðarheimili Vídalínskirkju, og í Reykjanesbæ, í Fjölbrautarskólanum. Báðir hefjast kl 17.

Þriðjudaginn 5. apríl verður fundur í Hafnarfirði, í Hafnarborg. Hann hefst kl. 17.

11. apríl erum við í Mosfellsbæ, í Framhaldsskólanum, og Stykkishólmi. Þeir fundir hefjast kl. 17. 

12. apríl verður fundur í Árborg, á Hótel Selfossi og hefst hann kl 17.

Sama dag verðum við í Hveragerði kl 17.

Eftir páska er svo röðin komin að Kópavogi, en þar verður fundað þriðjudaginn 19. apríl í Safnaðarheimilinu Borgum. Sá fundur hefst einnig kl 17. 20. apríl er svo röðin komin að Ísafirði, á Hótel Ísafirði.

Mánudaginn 2. maí er svo röðin komin að Múlaþingi og Fjarðabyggð. Á Egilsstöðum verður haldinn fundur í Hlymsdölum, kl 17, og á sama tíma verður fundur í Fjarðabyggð, í Valhöll.

3. maí verðum við á Akureyri og Húsavík. Á Akureyri verður fundur haldinn í Hofi, á Húsavík í sal Framsýnar. Báðir fundirnir hefjast kl 17.

4. maí er svo hringnum lokað á Sauðárkróki og Blönduósi.

 

Við hvetjum alla þá sem láta sig málefni fatlaðs fólks í sínu sveitarfélagi til að mæta og sýna stjórnmálamönnum aðhald og spyrja þá þess sem ykkur fýsir að vita.