Skip to main content
Frétt

NEYÐARSÖFNUN FYRIR FATLAÐ FÓLK Í ÚKRAÍNU

By 7. mars 2022No Comments
Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Átak – félag fólks með þroskahömlun og TABÚ hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu.
Fatlað fólk er sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og staða þess í Úkraínu grafalvarleg. Fatlað fólk getur ekki flúið vegna aðstæðna sinna, getur illa orðið sér út um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Einnig aukast líkur á ofbeldi, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versnar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu halda áfram.

Hreyfingarnar, sem allar vinna að réttindum fatlaðs fólks, hafa því sett af stað sameiginlega söfnun til þess að koma fjármagni til fatlaðs fólks og tryggja þeim aðstoð á staðnum. Öll framlög munu renna beint til neyðaraðstoðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu, milliliðalaust.

Þú getur millifært á:
Kt. 521176-0409
Reikningur: 526-26-5281