Reglugerðarbreytingin tók gildi 1. mars, og felur í sér að einstaklingur í heimahúsi sem nýtir sér tiltekin hjálpartæki líkt og talið er upp, heldur þeim við flutning á hjúkrunarheimili, í stað þess að hjúkrunarheimilið hafi útvegað honum önnur hjálpartæki í þeirra stað.
Hérna undir eru tiltekin hjálpartæki vegna öndunarmeðferðar og blóðrásarmeðferðar, stoðtæki, stómahjálpartæki, göngugrindur, hjólastóla og fylgihluti með þeim, sem og tölvur til sérhæfðra tjáskipta. Markmið þessara breytinga er að bæta og auðvelda aðgengi íbúanna að hjálpartækjum, á sama tíma og þetta léttir kostnaði af rekstraraðilum hjúkrunarheimila sem nemur um 60 milljónum króna á ári. Þess í stað greiða Sjúkratryggingar styrki vegna þessara tilteknu hjálpartækja beint til viðkomandi einstaklinga.
Nánari útlistun um umræddar breytingar með reglugerð nr. 239/2022 um breytingu á reglugerð nr. 427/213 um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 238/2022 um breytingu á reglugerð nr. 760/2021 um styrki vegna hjálpartækja.