Í ár er sérstaklega mikilvægt að þeir sem nýttu sér úrræði stjórnvalda vegna Covid, og tóku út séreignasparnað, verði vakandi fyrir því að úttektin sé rétt færð á framtal þeirra.
Vakin er athygli á því að hér er um forskráðar upplýsingar á framtali þínu. Þinn lífeyrissjóður skráir úttektina fyrir þig og á hún að vera skráð í reit 143 á framtali þínu.
Á síðasta ári voru dæmi þess að lífeyrissjóðir skráðu úttektina í annan reit (140) sem þar með hafði þau áhrif að teljast til skattskyldra tekna.
Opnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga 2022, vegna tekna 2021, 1. mars. Lokaskiladagur er 14. mars. Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, skattur.is
Skatturinn býður upp á aðstoð við útfyllingu framtalsins. Símanúmer fyrir framtalssaðstoð er 442 1414. Framtalsleiðbeiningar Skattsins er að finna hér