Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir héraðsdómi, og í kjölfarið fyrir Landsrétti. Öryrkjabandalagið sendi þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, sem og forsætisráðherra, opið bréf þar sem skorað var á þá að láta nú staðar numið. Sérstök framfærslu uppbót væri til komin vegna ákvörðunar Alþingis að enginn í samfélagi okkar þyrfti að draga fram lífið á lægri fjárhæðum en hún tryggði.
Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi 26. október 2021, þar sem var ákveðið að leita áfrýjunarleyfis frá Hæstarétti, sem í kjölfarið fékkst.
Fyrirspurn Þorbjargar er í 5 liðum.
- Hverjar voru lagalegar og pólitískar forsendur þáverandi félagsmálaráðherra um áfrýjun dóms Landsréttar frá 1. október 2021 í máli nr. 536/2020, sem ríkið hafði tapað á báðum dómstigum, til Hæstaréttar?
- Hvaða ráðgjöf lá fyrir um áhrif niðurstöðu dóms Landsréttar, m.a. á réttindi lífeyrisþega?
- Hversu margir einstaklingar hafa sætt skerðingum á svokallaði sérstakri framfærsluuppbót skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, samkvæmt þessari framkvæmd laganna?
- Deilir ráðherra þeirri sýn að forsendur séu fyrir því að ríkið láti reyna á málið á þriðja dómstigi?
- Mun ráðherra taka málið upp á vettvangi ríkisstjórnar að nýju?
Óskað er eftir skriflegu svari.
Málið er ekki komið á dagskrá Hæstaréttar