Þá er einnig sú breyting að þar sem fleiri en eitt hreyfihamlað barn er í sömu fjölskyldu og sem búa á sama heimili, geta fengið styrk vegna hvers barns til kaupa á einum bíl. Í þeim tilfellum skulu framfærendur barnanna sýna fram á að fjölskyldan þurfi stærri bifreið vegna sérstaks búnaðar eða hjálpartækja sem börnin nota að staðaldri.
Þeir sem ekki hafa átt bíl í 10 ár, fá nú jafn háan styrk til kaupa á bíl og þeir sem eru að kaupa í fyrsta skipti, eða kr 720.000.
Reglugerðina í heild sinni má finna hér.