Skip to main content
Frétt

Alheims vitundarvakningar herferð hafin undir merkjum #WeThe15

By 19. ágúst 2021No Comments
Snemma morguns 19. ágúst var herferðinni #WeThe15 hleypt af stokkunum í Japan. Herferðinni er ætlað að minna á að 15% mannkyns er með fötlun samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. 15% mannkyns er rúmlega milljarður einstaklinga. Tilgangur WeThe15 er að binda endi á mismunun í garð fatlaðs fólks og verða alheims hreyfing sem berst fyrir sýnileika fatlaðs fólks, aðgengi og þátttöku allra.

Herferðin er leidd af Ólympíusambandi fatlaðs fólks og Alþjóðabandalagi fatlaðs fólks. Undir merkjum WeThe15 kemur saman fjöldi alþjóðlegra samtaka úr heimi íþrótta, mannréttinda, stefnumarkandi samtaka, fjölmiðlun, viðskiptum, listum og afþreyingu. 

Nú í aðdraganda Ólympíumóts fatlaðra, munu yfir 125 þekkt kennileiti um allan heim, verða lýst í fjólubláu, lit fatlaðs fólks. Þar á meðal er að finna Hörpu og Perluna í Reykjavík. Auk þeirra verður gamli múrinn í Jerúsalem lýstur upp, Ráðhúsið í París, Ólympíuvöllurinn í Berlín, Auga London, Edinborgar kastali, auk Niagara fossana svo einhver séu nefnd.

Íþróttir hafa þann eiginleika að sameina og stuðla að breytingum og því er átakinu hleypt af stað nú í aðdraganda Ólympíumóts fatlaðra. Í fyrsta skipti leggja saman krafta sína IPC (Ólympíusamband fatlaðs fólks) Special Olympics, Invictus Games Foundation og Alþjóða íþróttanefnd heyrnarlausra (Deaflympics). Þessar fjórar hreyfingar munu nýta alþjóða stórmót þeirra til að vekja enn meiri athygli og skilning á þeim málefnum sem snúa að fötluðu fólki í öllum löndum.

Bakhjarlar þessara íþróttahreyfinga á þessari tíu ára vegferð sem nú er hafin, eru svo IDA, (Alþjóðasamband fatlaðs fólks) Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UN Human Rights), UNESCOJoining the sport organisations in this decade of action are International Disability Alliance, UN Human Rights, UNESCO, the Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðið ásamt fleirum.

Jafnframt var í dag frumsýnt myndband sem opnar herferðina.

 

Með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF, er markmið WeThe15 að breyta viðhorfum og skapa fleiri tækifæri með því að:

  • Fatlað fólk verði í miðpunkti umræðu um fjölbreytileika og þátttöku allra.
  • Kynna til leiks fjölda aðgerða sem beinast að stjórnvöldum, fyrirtækjum og almenningi, til að ýta undir þátttöku allra.
  • Brjóta niður samfélagslegar og kerfislægar hindranir sem koma í veg fyrir að fatlað fólk fái notið sín til fulls og verið virkir þátttakendur í samfélaginu.
  • Tryggja meiri þekkingu, sýnileika og umfjöllun um fatlað fólk.
  • Leggja áherslu á hlutverk hjálpartækja sem leið til þátttöku allra í samfélaginu.

Andrew Parsons, forseti IPC: “WeThe15 hefur metnað til að verða langstærsta mannréttindahreyfing fatlaðs fólks og ætlar að koma réttindum fatlaðs fólks að sem miðpunkti umræðu um þátttöku allra í samfélaginu, samhliða uppruna, kyni og kynhneigð „agenda, alongside ethnicity, gender and sexual orientation.“

“By uniting several leading international organisations and the world’s 1.2 billion persons with disabilities behind one common movement, we will make a tangible and well overdue difference for the planet’s largest marginalised group.

“Íþróttir, og sérstaklega viðburðir eins Ólympíumót fatlaðra í Tokyo, eru mjög sterkir boðberar skilaboða til almennings. Þetta samstarf þessara fjögurra hreyfingu tryggir að það er árlega stór alþjóðlegur íþróttaviðburður fyrir fatlað fólk, sem heldur merkjum WeThe15 á lofti allt il ársin 2030. Þessir viðburðir ýta ómetanlega undir herferðina og undirstrika hve íþróttir hafa mikil áhrif í samfélaginu. Ég hef fulla trú á að WeThe15 muni skipta sköpum fyrir fatlað fólk.“