Skip to main content
Frétt

ÖBÍ auglýsir starf aðgengisfulltrúa

By 22. maí 2021No Comments
Öryrkjabandalag Íslands, í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, auglýsir tímabundna 50% stöðu verkefnastjóra á sviði aðgengismála.

Starfssvið verkefnastjóran er m.a. að kynna úthlutunarreglum Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir sveitarfélögum, veita ráðgjöf um aðgengismál, aðstoða við gerð umsókna og annast samskipti aðgengisfulltrúa og notendaráðs sveitarfélaga með reglulegum netfundum.

Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu ÖBÍ, málefnahóp ÖBÍ um aðgengismál og starfsmann hans og stendur yfir til ársloka 2022. Þá verður árangurinn metinn og tekin ákvörðun um frekara samstarf á þessu svið.

Verkefni:

• Mótun verkefna á sviði aðgengismála hjá sveitarfélögunum

• Samskipti og ráðgjöf um úthlutanir Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

• Undirbúningur, skipulagning og utanumhald

• Skýrslugerð, miðlun niðurstaðna og eftirfylgni.

Hæfniskröfur:

• Menntun á háskólastigi eða sambærilegt

• Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

• Íslenskukunnátta og ritfærni

• Tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum

• Reynsla og þekking á aðgengismálum

• Þekking á mannvirkja- og skipulagsmálum

• Góð samskipti og samstarfshæfileikar

 

Fatlað fólk/fólk með skerta starfsgetu er sérstaklega hvatt til að sækja um.

Ferilskrá og kynningarbréf skal fylgja umsókn,  þar sem fram komi rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is