Römpum upp Reykjavík er hugarfóstur Haraldar Þorleifssona, sem nýlega fluttist heim í kjölfar þess að hann seldi fyrirtæki sitt til Twitter. Öryrkjabandalagið varð stofnfélagi í Aðgengissjóð Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið, ásamt Reykjavíkurborg, Sjálfsbjörg, Byko, Kviku banka, Reginn, Össur, Félagsmálaráðuneytinu, Högum, Íslandsbanka, Stjórnarráðinu, Aton .JL, Brandenburg og ÍAV.
Eftir að Margrét Lilja Arnheiðardóttir varð fyrst til að rúlla inn í Kokku, brast Jakob Frímann Magnússon í söng, ásamt þeim Agli Ólafssyni og Karli Sigurðssyni, og flutti brag af tilefni dagsins:
því hverskonar borg villtað börnin þín erfi?
Viðlag:
svo umhverfið henti loks allskonar löppum.
Viðlag.
Þuríður Harpa Sigurðadóttir, formaður Öryrkjabandalagsins sagði við þetta tækifæri að :
„Við höfum barist fyrir breyttu viðhorfi og auknum skilningi meðal þjóðarinnar á að við erum öll saman í þessu þjóðfélagi – hér á því ekki að vera þjóðfélag tveggja hópa, þeirra sem fá og hinna sem fá ekki. Þetta skref sem stigið er í dag er mikilvægt fyrir samfélagið, fyrir Reykjavík og fyrir okkur hreyfihamlað fólk. Það er afar jákvætt að sjá hér stór fyrirtæki taka í árarnar og leggja af mörkum til að auka aðgengi fólks. Ég lít á það sem hluta af viðhorfsbreytingu, að fólk horfi ekki lengur fram hjá því að aðgengi vanti heldur einmitt hafi ákveðið að viðurkenna vandann og lagfæra hann. Ég óska öllum sem að þessu verkefni standa til hamingju og hvet stjórnendur fyrirtækja og stofnana til að halda meðvitað áfram á þessari braut.
Vonandi er þetta upphafið að fleiri römpum, römpum sem auka aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði, menntun og samfélaginu öllu, ekki bara yfir þröskulda eins og þennan.“
Auk Þuríðar fluttu borgarstjórinn í Reykjavík og félagsmálaráðherra stutt ávörp.