Skip to main content
Frétt

TR reynir fjarviðtöl vegna örorkumats

By 18. september 2020No Comments
Sem viðbragð á þeim tímum þegar fólk heldur sig heima fyrir vegna Covid-19, býr erlendis og á erfitt með að komast til Íslands í læknisskoðun vegna örorkumats eða endurmats, hefur TR hafið tilraunaverkefni með fjarheilbrigðisþjónustu.

Ljóst var að vegna Covid-19 komust margir viðskiptavinir Tryggingastofnunar ekki til viðtals á stofu til læknis. Með fjarviðtali við lækni er vonast til að hægt verði að mæta þörfum þessa hóps, og jafna aðgengi umsækjenda að mati og viðtali við skoðunarlækna.

Tryggingastofnun hefur samið viðfyrirtækið Kara Connect um að reka tilraunaverkefni í fjarheilbrigðisþjónustu fyrir þá sem njóta þjónustu TR. Þetta þýðir að læknir tekur nú viðtal við einstaklinginn í gegnum tölvu í stað heimsóknar. Tryggingastofnun er opin fyrir því að bjóða upp á þessa þjónustu til frambúðar ef vel tekst til. Samkvæmt upplýsingum okkar hefur verkefnið hingað til gengið vel. Þetta kemur sér helst vel fyrir þá sem búa á landsbyggðinni, eða erlendis eða eiga að öðrum kosti erfitt með að komast á stofu til læknis.

Frekari upplýsingar um verkefnið veitir:
Herdís Gunnarsdóttir hjá Tryggingastofnun: herdis.gunnarsdottir@tr.is