Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja fötluðu fólki stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra, þ.e. að fatlað fólk geti tekið virkan og fullan þátt í stjórnmálum og fái notið réttar og tækifæra til þess að kjósa og vera kosið.
Réttindagæslan verður á vaktinni á laugardaginn til að tryggja það að kosningarétturinn sé virtur og að fatlað fólk sem vill aðstoð til að kjósa, en á erfitt með að tjá kjörstjórn það með samskiptaleiðum sem hún skilur og er takmörkuð við, getið notið fylgdar og aðstoðar þess einstaklings sem það vill inn í kjörklefann.
Þurfi fólk aðstoð eða upplýsingar, telji það á sér brotið eða hindrað til að kjósa óþvingað og leynilega, er upplýsinga um réttindagæsluna m.a. að finna hér –