Skip to main content
Frétt

Fjárlaganefnd kallaði eftir tillögum, ÖBÍ svaraði með tillögu um hækkun grunnlífeyris

By 1. maí 2020No Comments
Á fundi fjárlaganefndar kom fram ósk um tillögur frá ÖBÍ um viðbrögð við þeirri fordæmalausu stöðu sem uppi er í íslensku efnahagslífi í kjölfar Covid-19. Hér kemur tillaga ÖBÍ um hækkun framfærslu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Um er að ræða lágmarkskröfu.

Þær fordæmalausu aðstæður sem við lifum nú, kalla á nýja hugsun og nálgun þar sem velferð fólks verður að vera í fyrirrúmi. Með hækkun örorkulífeyris til samræmis við lágmarkslaun, vinnum við okkur hraðar út úr þeim þrengingum sem nú blasa við.

Sinnuleysi síðasta áratugar um kjör öryrkja má ekki halda áfram í skjóli núverandi kreppu. Nú munar um 80 þúsund krónum á örorkulífeyri og lágmarkslaunum og útlit er fyrir að kaupmáttur lífeyris minnki enn frekar, eftir að hafa nánast staðið í stað á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar.

 

Örorkulífeyrinn hefur dregist mikið aftur úr kjörum annarra hópa s.s. launaþróun á vinnumarkaði, lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu og atvinnuleysisbótum. „Nauðsynlegt er að fjárhæðir almannatrygginga fylgi launahækkunum kjarasamninga til að draga úr ójöfnuði og til að tryggja megi afkomu fólks.“[1]

 

Grunnlífeyrir hækki um 41.000 kr. á árinu 2020. Framfærsluviðmiðið hækki um sömu krónutölu og sama tíma. Tillagan er í samræmi við tillögu BSRB um hækkun örorku- og endurhæfingarlífeyris í umsögn BSRB um þingmál 726 og 724.

 

 

Árið 2019

Hækkun 1.1.2020

 

Viðbótarhækkun 15.373 kr. afturvirkt frá 1.1.2020

 

24.000 kr. afturvirkt frá 1.4.2020

Hækkun

 

1.627 kr.

15.373 kr.

24.000 kr.

Grunnlífeyrir

46.481 kr.

48.108 kr.

63.481 kr.

87.481 kr.

Óskertur örorkulífeyrir

247.183 kr.

255.834 kr.

271.207 kr.

295.207 kr.

 

 

 


[1] Umsögn BSRB um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020,

724. mál og frumvarp til laga um frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í

kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, 726. mál. https://www.althingi.is/altext/erindi/150/150-1880.pdf