Skip to main content
Frétt

Minnst ánægja með þjónustu TR í nýrri könnun Gallup

By 21. apríl 2020No Comments
Gallup framkvæmdi nú í janúar fyrstu samræmdu könnun á þjónustu ríkisstofnana. Könnunin var gerð í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem kveðið er á um að mæla eigi gæði þjónustu ríkisins með það að markmiði að bæta markvisst almannaþjónustu. Athygli vekur að Tryggingastofnun Ríkisins kemur verst út þeirra stofnana sem kannaðar voru.

 

Stofnanirnar sem undir voru í þessari könnun voru Sjúkratryggingar Íslands, Vinnumálastofnun, Tollstjórinn, Þjóðskrá Íslands, Tryggingastofnun, sýslumannsembættin, heilsugæslustöðvar, Samgöngustofa, ríkisskattstjóri, Vegagerðin og Veðurstofan.

Þegar spurt var um heildaránægju með þjónustu rekur TR lestina, með aðeins 3,4 í einkunn, þegar sú stofnun sem besta útkomu fær, er með 4,3. Flestir eru hér hvorki né, frekar óánægðir eða mjög óánægðir með þjónustu TR, 38% hvorki né, 8% frekar óánægð og 4% mjög óánægð. Aðeins Vinnumálastofnun nálgast TR með fjölda þeirra sem eru mjög óánægð, en hvorki né eru 33% þar, frekar og mjög sama og hjá TR.

Sömu sögu má segja um aðra þætti sem kannaðir voru. Allsstaðar rekur TR lestina. Við spurningunni hvort viðkomandi hafi almennt góða eða slæma reynslj af viðmóti hjá stofnuninni hafa 10% mjög góða, 46% frekar góða, 32% hvorki né 10% frekar slæma og2% mjög slæma. Hér er TR með heildareinkunn 3,5 meðan efsta stofnunin er með einkunina 4,2.

Í samanburðarhópnum er hæsta gildi 4,8 en lægsta gildi 3,4.

Einnig var spurt um áreiðanleika upplýsinga viðkomandi stofnana. Þar eru áberandi fæstir sem telja áreiðanleika upplýsinga TR vera mjög áreiðanlegar, aðeins 13%. Til samanburðar er Vinnumálastofnun þar með 20% en 39% telja Ríkisskattstjóra veita áreiðanlegar upplýsingar. 7% telja TR veita mjög óáreiðanlegar upplýsingar, og aðeins Samgöngustofa fær sömu prósentu tolu þar, aðrar stofnanir eru á bilinu 1 – 3%

TR fær einnig lökustu útkomuna þegar spurt er um hraða þjónustu, en einungis 5% aðspurðra telja þjónustu hafa gengið mjög hratt fyrir sig hjá TR.

 

Fjöldi þeirra sem tók þátt í könnuninni var 1447, en á milli 100 til 170 svarendur eru á bak við hverja stofnun. Niðurstöðurnar gefa upplýsingar um heildaránægju með opinbera þjónustu í þessum málaflokkum en gefa einni vísbendingu um ánægju með þjónustu þeirra stofnana sem spurt var um, eins og segir í frétt á vefsíðu Stjórnarráðsins.

En niðurstöðurnar gefa ekki síður vísbendingar um óánægju fólks með þjónustu og í þeim birtist jafnframt ákveðið vantraust, þá ekki síst gagnvart TR.

Könnunin var gerð með þeim hætti að hægt er að endurtaka hana, svo mögulegt sé að fylgjast með þróun á þjónustustigi stofnana.