Þetta árið var veðrið að stríða mótshöldurum en Reykjanesbraut var lokað keppnisdaginn sem gerði það að verkum að sundmenn úr röðum Nes frá Reykjanesbæ áttu ekki kost á því að keppa og þeirra var vitaskuld sárt saknað.
Tanya var ekki ein um að sýna góða takta í lauginni, því það gerði líka Snævar Örn Kristmannsson frá ÍFR en þar fer efnilegur 14 ára gamall sundmaður.
Þuríður Hapra Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands var heiðursgestur við mótið, og sá um að veita keppendum þátttökuverðlaun og afhenti Sjómannabikarinn í lokin ásamt Þórði Árna Hjaltested formanni ÍF.
Takist sundmanni að vinna Nýársmótið þrjú ár í röð hlýtur hann Sjómannabikarinn til eignar en þetta árið er síðasta keppnisár hjá Tönyu þar sem næst þegar mótið verður haldið verður hún utan aldursmarka, en mótið er aðeins fyrir 17 ára og yngri. Það verður því nýtt nafn ritað á Sjómannabikarinn á næsta ári og miðað við fjörið í lauginni þetta árið er ljóst að það verður hart barist á því næsta.