Skip to main content
Frétt

Helgi Seljan, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÖBÍ, látinn

By 15. desember 2019No Comments
Helgi Selj­an, fyrr­ver­andi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins og alþing­ismaður, lést sl. þriðju­dag, 10. des­em­ber, 85 ára að aldri.

Helgi fæddist á Eskif­irði 15. janú­ar 1934, son­ur þeirra Friðriks Árna­son­ar og El­ín­borg­ar Krist­ín­ar Þor­láks­dótt­ur konu hans. Fóst­ur­for­eldr­ar hans voru Jó­hann Björns­son, bóndi í Selja­teigi í Reyðarf­irði, og kona hans Jó­hanna Helga Bene­dikts­dótt­ir.

Árið 1953 lauk Helgi kenn­ara­prófi og var næstu tvö árin þar á eft­ir kenn­ari á Búðum í Fá­skrúðsfirði. Árið 1955 réðist hann sem kenn­ari við barna- og ung­linga­skól­ann á Reyðarf­irði þar sem hann tók við skóla­stjórn árið 1962. Því starfi gegndi hann til 1971, en þá var hann kjör­inn til setu á Alþingi sem þingmaður Alþýðubanda­lags­ins í Aust­ur­lands­kjör­dæmi. Á þingi sat Helgi til árs­ins 1987 þegar hann gaf ekki kost á sér til end­ur­kjörs . Hann var for­seti efri deild­ar Alþing­is 1979-1983. Eft­ir þing­fer­il­inn varð Helgi fé­lags­mála­full­trúi hjá Öryrkja­banda­lagi Íslands og seinna fram­kvæmda­stjóri til starfs­loka árið 2001.

Ung­ur hóf Helgi af­skipti af fé­lags­mál­um. Hann var í stjórn Leik­fé­lags Reyðarfjarðar 1959-1968 og í for­ystu Banda­lags ís­lenskra leik­fé­laga, m.a. sem formaður um tveggja ára skeið. Var svo formaður Verk­lýðsfé­lags Reyðarfjarðar 1958-1966. Helgi starfaði mikið inn­an bind­ind­is­hreyf­ing­ar­inn­ar og að áfeng­is­varn­ar­mál­um. Þá beitti Helgi sér mjög í mál­efn­um ör­yrkja og fatlaðs fólks. Helgi var full­trúi í hrepps­nefnd Reyðarfjarðar 1962-1966 og 1970-1978 og sat í bankaráði Búnaðarbanka Íslands og stjórn Stofn­lána­deild­ar land­búnaðar­ins 1973-1986. Þá skrifaði hann fjölda greina og pistla í blöð og tíma­rit, bæði laust og bundið mál.

Eft­ir­lif­andi kona Helga er Jó­hanna Þórodds­dótt­ir. Börn þeirra eru Helga Björk (1955), Þórodd­ur (1956), Jó­hann Sæ­berg (1957), Magnús Hilm­ar (1958), Anna Árdís (1964). Alls eru af­kom­end­urn­ir 34.

Útför Helga fer fram frá Grafar­vogs­kirkju föstu­dag­inn 20. des­em­ber klukk­an 13.