Sendinefnd frá Samtökum fatlaðs fólks í Shanghai heimsótti Öryrkjabandalagið í dag, 5. desember, og fundaði með Þuríðu Hörpu Sigurðardóttur, formanni ÖBÍ, Halldóri Sævari Guðbergssyni, varaformanni, og Lilju Þorgeirsdóttur framkvæmdastjóra.
Sendinefndin er á Íslandi til að kynna sér land og þjóð en ekki síður til að kynna sér starfsemi systursamtaka sinna. Sendinefndin samanstendur af Liu Liwei, skrifstofustjóra samtakanna sem er formaður sendinefndarinna, ritara sendinefndarinnar Li Li sem er jafnframt skrifstofustjóri samtakanna í Shanghai, og þeim Yuan Yaping, Lian Jinwen og Pan Yiqun.
Kínverska sendinefndin var einkar áhugasöm um starfsemi Öryrkjabandalagsins og áhugaverðar umræður spunnust á fundinum sem varði í á aðra klukkustund.