Skip to main content
Frétt

Brynja hússjóður fær stofnframlög fyrir 73 nýjum íbúðum.

By 13. nóvember 2019No Comments
Íbúðalánasjóður hefur nú úthlutað Brynju hússjóði, stofnframlögum fyrir 73 nýjum íbúðum fyrir árið 2019. Þetta er kærkomin viðbót, og stærsta úthlutunin á stofnframlögum í langan tíma.

Fjöldi íbúða hjá Brynju hússjóði hefur vaxið hægt síðustu árin, árið 2010 var fjöldi íbúða 708 og fjölgaði ekki nema um 97 fram til ársins 2018, en það ár voru engar nýjar íbúðir keyptar. Því er þessi fjölgun nú kærkomin þó ljóst sé að þörfin sé enn gríðarleg, en 581 eru á biðlista eftir íbúð hjá Brynju, og ekki er tekið við nýjum umsóknum.

Fjöldi íbúðanna skiptist þannig:

Í Reykjavík er stofnframlag fyrir 45 íbúðum.

Í Garðabæ er stofnframlag fyrir 1 íbúð.

Í Reykjanesbæ er stofnframlag fyrir 7 íbúðum og á Akranesi og Akureyri er úthlutað stofnframlagi fyrir 10 íbúðum í hvoru byggðarlaginu.

Til viðbótar þessu hefur Brynja fest kaup á 6 íbúðum í Reykjavík á þessu ári.

Í Reykjavík er þegar búið að festa kaup á 10 íbúðum af þessum 45 sem stofnframlag fékkst fyrir og í undirbúningi er að kaupa 27 íbúðir í því nýja hverfi sem er að rísa við Kirkjusand. Á Akureyri er búið að kaupa 2 íbúðir af þeim 10 sem stofnframlag fékkst fyrir. Viðræður við verktaka á Akranesi standa yfir um kaup á íbúðum þar.

Síðast fékk Brynja hússjóður úthlutað stofnframlagi til nýrra íbúðakaupa árið 2017, þá fyrir 25 íbúðum. Nú er allt komið á fullt að bæta þessum íbúðum í safn Brynju.