Ríkisútvarpið flutti fréttir af málinu um helgina og þar kom fram að félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, svaraði Öryrkjabandalaginu því til í bréfi fyrr á árinu, að ráðuneytið væri bundið af þeim lagaramma sem um málið gilti.
Ásmundur Einar kom á fund Velferðarnefndar Alþingis í gær þar sem hann var spurður út í málið. Ráðherra sagði á fundi nefndarinnar að nauðsynlegt væri að breyta lögum svo að dráttarvextir á vangreiddar bætur af hálfu ríkis eða sveitarfélaga séu ekki metnir sem fjármagnstekjur. Það væri nú verið að skoða í ráðuneyti hans. Það eru mjög ánægjulegar fréttir.