Skip to main content
Frétt

Samstarf ÖBÍ við Opna háskólann í HR

By 17. maí 2019No Comments

ÖBÍ hefur gert áframhaldandi samkomulag við Opna háskólann í Háskólann í Reykjavík vegna námslínunnar Stjórnendur í þriðja geiranum.

Samkomulagið felur það í sér að aðildarfélög ÖBÍ fá 10% afslátt af verði námsins.  Aðildarfélög ÖBÍ falla vel innan þriðja geirans því með honum er átt við félög sem starfa í almannaþágu. Oft á tíðum eru áskoranirnar öðruvísi en hjá hagnaðardrifnum félögum eða opinberum stofnunum.  Til að mynda er fjármögnun með öðrum hætti og viðskiptavinir eru aðrir auk þess sem stjórnun sjálfboðaliða kallar á annars konar mannauðsstjórnun. 

Til að nýta sér afslátt ÖBÍ á námskeiðið er bent á að hafa samband við Lindu Vilhjálmsdóttur verkefnastjóra námsins í netfangið lindav@ru.is eftir að skráningu er lokið og tengir hún afsláttarkjör ÖBÍ við skráninguna.

Frekari upplýsingar um námið er hægt að finna með því að smella hér

 
Bent er á að það verður kynningarfundur á löngu námslínunum hjá HR þann 21. maí nk. og þá verður þetta nám einnig kynnt. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu námsins.