Skip to main content
Frétt

Getur fatlað fólk notað strætó?

By 16. maí 2019No Comments
Síðasta sumar reyndu tveir ungir menn sem nota hjólastól að fara sinna ferða með strætó um höfuðborgarsvæðið. Strætó er lítið notaður af hreyfihömluðu fólki enda almennt talinn óaðgengilegur.

Alexander Magnússon og Haukur Hákon Loftsson voru fengnir til að taka þátt í samstarfsverkefni ÖBÍ og Strætó bs. til að kanna möguleika fatlaðs fólks til að nota almenningssamgöngur. Nú hafa þeir skilað af sér niðurstöðum sem gefa til kynna að strætó geti verið raunhæfur ferðamáti fyrir fatlað fólk. Það megi þó bæta strætisvagnana, sérstaklega varðandi festingar, en aðgengi á biðstöðvum er víða óviðunandi.

Niðurstöður má lesa í lokaskýrslu verkefnisins á PDF eða hlusta á skýrsluna með talgervli (ReadSpeaker) hér