Skip to main content
Frétt

Tími er kominn til að láta verkin tala

By 2. apríl 2019No Comments

Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, bendir á að stjórnvöld hafi viðurkennt að búsetuhlutfall hafi verið rangt reiknað í mörg ár. Hann skorar á félags- og barnamálaráðherra að láta verkin tala og hefjast þegar handa við að vinda ofan af þessum alvarlegu mistökum.

Mánu­dag­inn 25. mars var hald­inn opinn fundur fyrir fjöl­miðla­fólk í vel­ferð­ar­nefnd Alþingis og kom Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra fyrir nefnd­ina. Rætt var um búsetu­skerð­ingar og útreikn­inga á þeim. Umboðs­maður Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu í júní 2018 að Trygg­inga­stofnun rík­is­ins (TR) hafi reiknað búsetu­hlut­fall á rangan hátt þannig að um þús­und örorku­líf­eyr­is­þegar urðu af lög­bundnum greiðsl­um. Félags­mála­ráðu­neytið hefur gefið út að þessi alvar­legu mis­tök hafi kostað örorku­líf­eyr­is­þega sam­tals um kr. 500 millj­ónir á síð­asta ári. Full­trúar Öryrkja­banda­lags­ins hafa haldið því statt og stöðugt fram að rík­inu beri að end­ur­reikna umræddan hóp frá 1. maí 2009 eða frá því að þessir ólög­legu útreikn­ingar hófust. Ráða­menn hafa, í ræðu­stóli Alþing­is, talað um að greitt verði fjögur ár aftur í tím­ann, en óljóst er frá hvaða tíma á að greiða. Und­ir­rit­aður er ekki lög­fræð­ingur en finnst þessi lausn að greiða fjögur ár aftur í tím­ann alveg gal­in. Það er alveg ljóst að örorku­líf­eyr­is­þegar sem fengu skertar greiðslur frá hinu opin­bera hafa orðið fyrir tals­verðu tjóni, mis­miklu í hverju til­felli fyrir sig. Það er rétt­læt­is­mál að bæta fólki þennan skaða að fullu en ekki bara að hluta.

Réttar greiðslur hafa enn ekki borist.

Á fyrr­nefndum fundi vel­ferð­ar­nefndar Alþingis kom fram hjá félags­mála­ráð­herra að enn vanti fjár­heim­ild til að greiða út eftir réttum útreikn­ingum og einnig vantar fjár­heim­ild til að leið­rétta ranga útreikn­inga aftur í tím­ann. Í máli ráð­herra kom fram að TR þurfi eitt ár til að reikna aftur í tím­ann en sam­kvæmt áætlun frá TR ná þeir að end­ur­reikna tíu ein­stak­linga á viku.

Ásmundur nú er bara að bretta upp og fram­kvæma.

Stjórn­völd hafa við­ur­kennt að búsetu­hlut­fall hefur verið rangt reiknað í mörg ár. Nú liggur fyrir að TR muni ekki greiða fólki sam­kvæmt réttum útreikn­ingum 1. apríl eins og vonir okkar hjá Öryrkja­banda­lagi Íslands stóðu til. Í ljósi þess leyfir und­ir­rit­aður sér að setja fram nokkrar til­lögur til að lág­marka þann skaða sem fólk hefur orðið fyr­ir:

  1. Frá og með 1. maí verður þeim örorku­líf­eyr­is­þegum sem sætt hafa röngum útreikn­ingum á búsetu­hlut­falli greiddur réttur líf­eyrir aft­ur­virkt frá 1. jan­úar 2019.
  2. Allir örorku­líf­eyr­is­þegar sem fengið hafa rangar greiðslur vegna búsetu­út­reikn­inga frá 1. maí 2009 til 31. des­em­ber 2018 fái bréf frá TR þar sem þeir eru beðnir afsök­unar á þessum mis­tökum og til­kynnt hvenær þeir eiga von á leið­rétt­ing­ar­greiðslu.
  3. Tryggja þarf að vaxta­greiðslur valdi ekki tekju­skerð­ingum á öðrum greiðsl­um, t.d. vegna krónu á móti krónu skerð­ing­ar. Ekki má líta á margra ára leið­rétt­ingu sem tekjur á einu tekju­ári. Þetta er hægt að gera með ein­faldri laga­setn­ingu.
  4. Tryggja þarf TR mann­afla, tól og tæki þannig að leið­rétt­ingum aftur í ljúki sem fyrst og fólk fái það greitt sem það á inni hjá TR með vöxt­um.

Und­ir­rit­aður skorar á hæst­virtan félags- og barna­mála­ráð­herra að láta verkin tala og hefj­ast þegar handa við að vinda ofan af þessum alvar­legu mis­tökum sem nú þegar hafa haft hörmu­legar afleið­ingar fyrir fjölda ein­stak­linga.

 

Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.