Ungmennaþing ÖBÍ verður haldið á laugardag. Þingið fer fram á Grand hóteli kl. 13-16.
Við bjóðum velkomna alla krakka á aldrinum 12-18 ára sem eru með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma, systkini þeirra og ungmenni sem eiga fatlaða/langveika foreldra.
Viðfangsefnið er: Hverju viltu breyta í?
- skólakerfinu
- tómstundastarfi
- íþróttum
- aðgengismálum
- samfélaginu
- öðru
Boðið verður upp á góðar veitingar og við tökum okkur líka pásu frá þingstörfum og fylgjumst með röppurunum Jóapé og Króla troða upp.
Ekki hika við að sýna þig og sjá aðra. Skráning á Ungmennaþing ÖBÍ er hér.