Skip to main content
Frétt

Tilnefningar óskast: List án landamæra 2019

By 25. janúar 2019No Comments

Óskað er eftir tilnefningum til listamanns List án landamæra 2019. Verk eftir listamann hátíðarinnar munu prýða allt markaðsefni hátíðarinnar árið 2019 og lögð verður sérstök áhersla á verk listamannsins yfir árið.

Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupósti á listanlandamaera@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 22. febrúar 2019.

Með tilnefningu skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • A.m.k. fimm góðar myndir af verkum eftir listamanninn
  • Ferilskrá sem rekur fyrri sýningar / verkefni og listræn störf
  • Nafn, símanúmer og netfang hjá listamanni og þeim sem tilnefnir

Athugið að tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, hvort heldur sem er myndlist, ritlist, leiklist, dans, hönnun o.s.frv. Allir geta tilnefnt listamann. Ef einhverjar spurningar vaknar hafið þá samband við framkvæmdastjóra hátíðar á ofangreindu netfangi.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á menningarlegt jafnrétti og að auka sýnileika fatlaðra listamanna í samfélaginu.

Listamaður List án landamæra 2018 var Aron Kale. Verk eftir hann prýddu markaðsefni hátíðarinnar, hann hélt einkasýningar, tók þátt í samsýningum víða um land og var áberandi í fjölmiðlum.  Á síðasta ári tóku allir fyrrum listamenn hátíðarinnar þátt í samsýningunni Sjö listamenn. Sýningin var hluti af List án landamæra, Fullveldishátíðinni og Listasumri á Akureyri og var sett upp bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Aðrir listamenn hátíðarinnar eru:
2017- GÍA, Gígja Guðfinna Thoroddsen
2016 – Erla Björk Sigfinnsdóttir
2015 – Karl Guðmundsson
2014 – Sigrún Huld Hrafnsdóttir
2013 – Atli Viðar Engilbertsson
2012 – Ísak Óli Sævarsson