Allt of þröng skilyrði
Óljós undanþága
Viðkvæmum hópi úthýst
Lögbrot?
Reykjavíkurborg hefur haft undanþágu frá Reglugerð um tekjuviðmið við úthlutun húsnæðis. Ekki hafa fengist skýringar á því hvers vegna borgin telur sig þurfa þessa undanþágu, né hvaða rök eru fyrir henni.
Þuríður Harpa segir það breyta miklu ef borgin styddist við sömu viðmið og Brynja, hússjóður ÖBÍ. Hún býst við að fundað verði með Reykjavíkurborg, því verið sé að brjóta lög að hennar mati.
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs sagði í fréttum RÚV að verið væri að einfalda reglur um félagslegt húsnæði þannig að sömu reglur giltu fyrir alla hópa. Hún taldi líklegt að tekjuviðmiðið myndi hækka, en hvert það yrði lægi ekki fyrir. Hún var ekki spurð um hvers vegna Reykjavíkurborg hefur undanþágu frá reglum um tekjuviðmið, né hafði hún frumkvæði að því að ræða það mál.